Aðalfundur og skólamessa
Næstu helgi stendur margt til hjá KSF. Laugardaginn 14. apríl verður aðalfundur félagsins haldin í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi. Fundurinn hefst kl 20:30, á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning í stjórn. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að fjölmenna á þennan fund og móta þannig stefnu félagsins fyrir næsta ár.
Sunnudaginn 15. apríl munum við í samstarfi við KSS og Hallgrímskirkju halda skólamessu í Hallgrímskirkju kl 20:00. Þetta verður ljúf og góð stund með altarisgöngu og bænaþjónustu. Guðni Már skólaprestur flytur hugleiðingu og Jón Dalbú prestur í Hallgrímskirkju, þjónar til altaris. Við hvetjum alla KSF inga til að láta sjá sig og sýna þannig það líf sem er í félaginu.