Upplýsingar um PRAG 2008
Nú er búið að staðfesta flugið okkar. Við fengum tilboð frá Úrval útsýn sem eftir miklar vangaveltur og leit að flugfargjöldum er besta tilboðið fyrir okkur.
Flugið lítur svona út:
Fljúgum frá Keflavík 3. ágúst kl. 1.00 (næturflug svo við þurfum að vera komin 2. ágúst upp á völl)
Komum til Kaupmannahafnar kl. 6.00 að staðartíma
Fljúgum frá Kaupmannahöfn kl. 13.30
Komum til Prag kl. 14.50, 3. ágúst
Fljúgum heim frá Prag 9. ágúst kl. 16.30
Komum til Kaupmannahafnar kl. 17.50
Fljúgum frá Kaupmannahöfn kl. 22.30
Lendum á Keflavíkurflugvelli kl. 23.40 (að íslenskum tíma)
Við erum búin að staðfesta 100 sæti með vélunum svo fyrstu 100 til að staðfesta bókun sína fá flugið á 55.990 kr. Ef fleiri koma þurfa þeir að borga aðeins meira fyrir flugið svo það borgar sig að hafa samband sem allra fyrst.
Verðið er því 55.990 kr. fyrir fyrstu 100 sem skrá sig!!!
Þetta gjald þarf þó ekki að borga strax, við bíðum eftir upplýsingum frá Úrval útsýn um hvenær þarf að greiða þetta. Hins vegar þarf að greiða mótsgjaldið í ALLRA SÍÐASTA LAGI föstudaginn 25. janúar ef borga á ódýrara mótsgjald.
Fyrir 25. janúar er mótsgjaldið 31.450 kr.
Eftir 25. janúar er mótsgjaldið 40.700
Greiða þarf mótsgjaldið inn á eftirfarandi reikning:
117-26-4471 kt 690169-0889
Nauðsynlegt er að merkja kennitöluna ykkar sem skýringu á greiðslu því annars getum við ekki séð hver er að greiða mótsgjaldið!!
Ef einhver ykkar á inni pening frá fjáröfluninni þá fer sá peningur í að greiða niður mótsgjaldið. Ef þið eruð ekki viss hve mikinn pening þið eigið inni getið þið haft samband við mig eða Þorstein, fjármálastjóra KFUM og KFUK.
EKKI gleyma að skrá ykkur á mótið: www.reg2008.com og þeir sem ekki eru orðnir 18 ára hafa samband við mig!
Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið haft samband.
Kær kveðja,
f.h. Pragnefndarinnar,
Hjördís Rós