Gleðilegt sumar *Ü*
Í tilefni sumarsins verður að sjálfsögðu haldinn KSF fundur á Háaleitisbraut á laugardaginn, 26. apríl. Að þessu sinni verður fundurinn með öðru sniði, eða Lofgjörðar-, bæna- og vitnisburðarstund. Tónlist verður í rólegri kantinum og frjálst verður að hafa vitnisburð eða annað sem knýr á dyrnar. Fundur hefst að sjálfsögðu á slaginu 20:30 og búumst við við stundvísi. Við gömlu KSS-ingarnir erum jú þeir stundvísustu!