KSF flytur fundi sína

KSF flytur fundi sína

22. September 2008 Uncategorized 0

Stjórn Kristilegs stúdentafélags – KSF hefur tekið ákvörðun um að flytja reglulega laugardagsfundi félagsins af Háaleitisbraut yfir í Langholtskirkju, Sólheimum 13, Reykjavík. Fyrsti fundurinn í Langholtskirkju verður laugardaginn 27. september, en þann dag er kynningarfundur KSF.

Stjórnin telur að Langholtskirkja sé heppilegri fundarstaður þar sem þau salarkynni sem okkur bjóðast eru minni og henta því betur stærð fundanna. Þá er Langholtskirkja staðsett nálægt Holtavegi 28 þar sem fundir KSS fara fram og mun það auðvelda samstarf við KSS. Er það von stjórnarinnar að þessi breyting mælist vel fyrir hjá KSF-ingum og muni þeir nú fjölmenna á nýjan stað. Stjórnin þakkar Langholtskirkju fyrir að taka á móti okkur og vonar að það samstarf verði gott.
Um leið vill stjórnin þakka SÍK fyrir gott samstarf liðinna ára. Það hefur ómetanlegt að fá að halda KSF fundi í sal félagsins á Háaleitisbraut og er það von stjórnarinnar að félögin geti áfram átt gott og farsælt samstarf.
ENGLISH

The board of KSF has decided to move our regular Saturday meetins over to Langholtskirkja church. The facilities are better suited for KSF’s meetings and Langholtskirkja is closer to KSS’s meetings which are being held at YMCA’s headquarters. The first meeting in Langholtskirkja will be Saturday 27. September at 20:30.

The address is:

Langholtskirkja
Sólheimum 13
104 Reykjavík

Smelltu hér til að skoða kort af svæðinu / Click here for a map

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *