Jól í skókassa
Á morgun, laugardaginn 8. nóvemer, ætlar KSF ekki að halda hefðbundinn KSF fund. Þess í stað hvetur stjórnin KSF-inga til þess að fjölmenna á Holtaveg 28 og aðstoða við verkefnið Jól í Skókassa. Það eru mörg handtök sem þarf að vinna þennan síðasta skiladag og öll aðstoð vel þegin.
Mætum á Holtaveginn og gefum af tíma okkar í þetta frábæra verkefni 🙂