KSS bíður KSF í heimsókn
KSS, systurfélag KSF, mun bjóða okkur í heimsókn í kvöld kl 20:30 að Holtavegi 28. Þar fáum við að upplifa KSS fund eins og þeir gerast í dag. Fullt af litlu fólki mun vera á svæðinu. Á heimasíðu KSS er þetta sagt um fundinn:
“Systurfélag okkar, KSF (Kristilegt
stúdentafélag), kemur í heimsókn til okkar á fundinn og ætlum við þess
vegna að taka ýkt vel á móti þeim og brosa okkar breiðasta 😀
Ræðumaður fundarins er sr. Ragnar Gunnarsson, fyrrverandi skólaprestur, og ætlar hann að tala um Davíðssálmana í Biblíunni.
Í tilefni af bænadeginum sem var í byrjun mánaðarins og alþjóðlegu
bænavikunni sem var í síðustu viku þá verður lofgjörðar- og
fyrirbænastund eftir fundinn og eftir það verður eitthvað sjúkt ger í
umsjá samfélagsnefndar.”
Við hvetjum KSF-inga til að kíkja í heimsókn til KSS í kvöld og eiga gott samfélag.