Leit að nýrri stjórn KSF
Heil og sæl kæru lesendur! 🙂
Aðalfundur félagsins var haldinn fyrir stuttu, vorkvöldið 14.apríl s.l.
Þar kom ýmislegt skemmtilegt og áhugavert fram – en það merkilega við fundinn var að honum var ekki slitið, vegna þess að
KSF’ingar og verðandi KSF’ingar vildu fá lengri umhugsunarfrest um hvernig stjórn félagsins skal vera n.k. vetur.
Við þurfum þó ekki að örvænta því framhalds- aðalfundur verður haldinn 12.maí n.k. kl. 17.00 upp á Holtaveginum (28) kæra.
Af því tilefni leitar félagið eftir fúsum, hressum, hugmyndaríkum, viljugum og kraftmiklum einstaklingum sem vilja taka þetta kærkomna verkefni að sér: að mynda 5 manna stjórn KSF fyrir komandi starfsár.
Eins og við höfum mörg tekið eftir hefur félagið verið í töluverði lægð undanfarin ár: EN, enn á ný þurfum við ekki að örvænta – því að orðið á götunni er það að mikill áhugi er fyrir hendi hjá öflugum einstaklingum að glæða félagið lífi á ný.
Vilt þú vera hluti af þeim hóp?
Hafðu þá samband við mig (Perla Magnúsdóttur – perlamagg@gmail.com) , eða sr. Írisi Kristjánsdóttur, eða jafnvel sr. Jón Ómar æskulýðsprest og bjóddu þig fram í stjórn KSF fyrir veturinn 2010-2011.
Lítil fluga hvíslaði því síðan að mér að þó nokkrir einstaklingar eru orðnir mjög áhugasamir í að bjóða sig fram… Það er greinilegt að það er spenna í loftinu og stórir hlutar að gerast!
Því hvet ég þig til að grípa tækifærið svo þú missir ekki af lestinni….tjú tjú!
Með tilhlökkun eftir komandi starfsári í KSF , segi ég áfram að markinu!