Fundur 25.janúar – íþróttakvöld 26 janúar og almenn gleði! :)
Heilir og sælir kæru lesendur!
Opinn stjórnarfundur var haldinn s.l. þriðjudag eftir skemmtilegan KSF fund og þá komu heldur betur margar skemmtilegar hugmyndir upp – nú vantar okkur bara aðstoð frá ykkur félagsmönnum til að láta margar þeirra verða að veruleika. Endilega tökum virkan þátt í starfinu og látið okkur stjórnarstúlkur vita ef ykkur langar að aðstoða við hitt og þetta skemmtilegt 🙂 Má þar nefna matarnefnd og árshátíðarnefnd 🙂
En að öðrum málum! Ekki á morgun heldur hinn – þriðjudag verður að sjálfsögðu KSF fundur á sínum stað. Það skemmtilega við þennan KSF fund er það að hann verður með öllu hressara sniðinu! Hann verður óhefðbuninn og mun vera stútfullur af tónlist, veitingum (sem þið aðstoðið okkur við að baka! 😉 ) og orði frá félagsmönnum!
Ykkar verkefni er sem sagt að mæta á Háaleitisbraut 58-60, í Kristniboðssalinn – helst með köku eða eitthvað gómsætt ef þið hafið færi á – kl. 21.10 – í súper fíling (Frestuðum fundinum um rúma klst. svo allir geta nú fylgst með HM-leiknum) Ekki væri nú verra ef þið hefðuð vin með ykkur til þess að taka þátt á þessum kaffihúsatónlistarfundi!
Áætlað er að slíkir fundir verða alltaf haldnir síðasta þriðjudag í hverjum mánuði hjá okkur! 🙂
Gaman er að segja frá því að nýjungarnar í félaginu eru enn fleiri um þessar mundir – en eftir frábæra hugmynd sem Elías kom með höfum við ákveðið að prufa að hittast á miðvikudagskvöldum kl. 20:30-21:30 í Laugarnesskóla og stunda saman skemmtilegar íþróttir – við erum opin fyrir öllu! Fyrsti íþróttahittingurinn verður einmitt núna í þessari viku, 26. janúar. Endilega mætið og prufið! Þið munið – best er að næra líkama, anda og sál!
English version: KSF meeting will be next Tuesday at 21:10 o’clock (NOT 20:00 as usually because of ICELAND vs. France game in the world championship in handball. As usually we’ll meet in Kristniboðssalurinn – Háaleitisbraut 58-60. The meeting will be extra fun – filled with music, testimonies and cakes! Please bake if you have the opportunity and bring it with you! The idea is to have a music meeting like this the last Tuesday of every month 🙂
Look forward to see you – extra fresh and fun!