Stúdentamót KSF í Kaldárseli
Þá er loksins komið að stundinni sem margir hafa beðið eftir. Stúdentamót KSF verður haldið helgina 9.-11. nóvember og að þessu sinni í Kaldárseli. Það kostar 6500 krónur á mótið.
Á mótinu gefst tækifæri til að gera ýmislegt, meðal annars: hlusta á uppbyggilega trúarlega fræðslu og taka þátt í lofgjörð, spjalla, spila, fara í íþróttir og margt fleira.
Mótið hefst með kvöldmat á föstudeginum og því mæting upp í Kaldársel kl. 18:00. Farið verður á einkabílum.
Það kostar 6500 kr. á mótið.
Hægt er að skrá sig með því að senda Hildi, gjaldkera stjórnarinnar, póst á facebook.
Vonumst til að sjá sem flesta, þetta á eftir að verða snilldarmót!