Þetta er Eurovision lag, þetta er Eurovision lag…
… þetta er alveg týpískt Eurovision lag!
Já næstkomandi laugardagskvöld verður að sjálfsögðu Eurovision teiti á vegum KSF. Teitið verður haldið heima hjá Hlín og Þorgeiri að Þórðarsveigi 16, íb. 202 í Reykjavík (Grafarholti). Þar sem útsendingin hjá sjónvarpinu hefst kl. 19.00 mun húsið opna um kl. 18:28. Boðið verður upp á einhverjar veitingar bæði í fljótandi og föstu formi en ef fólk kýs að borða seðjandi kvöldverð á þessum tíma skal hann tekinn með, hægt er að kveikja upp í grillinu sé þess sérstaklega óskað! Í stað þess að hlusta á auglýsingar í hléi munum við svo hlýða á fögur orð frá Þorgeiri en hann útskrifast einmitt sem guðfræðingur nú í vor!
Það er skemmtilegt að villast í Grafarholti en enn skemmtilegra er þó að mæta í teiti með góðu fólki. Láttu sjá þig!