Gríðarlegir hæfileikar koma í ljós
KSF skellti sér í keilu á fimmtudaginn. Það kom berlega í ljós að innan félagsins leynast miklir hæfileikar á þessu sviði. Þeim er reyndar mjög misskipt eins og sjá má hér fyrir neðan. Þó verður að taka tillit til að Jón Ómar Gunnarsson hefur að líkindum verið með hugann við daginn í dag og verður það að teljast honum til vorkunnar.
1. sæti: Þóra Jenny Benónýsdóttir (120 stig)
2. sæti: Guðmundur Karl Einarsson (108 stig)
3. sæti: Sólveig Reynisdóttir (86 stig)
4. sæti: Þráinn Haraldsson (83 stig)
5. sæti: Heiðdís Ragnarsdóttir (77 stig)
6. sæti: Jonathan Klein (71 stig)
7. sæti: Jón Ómar Gunnarsson (57 stig)
Það er ekki úr vegi að óska Jóni Ómari og Berglindi til hamingju með daginn en þau ganga í það heilaga í dag,
One Response
Kærar þakkir fyrir það…
Ég held samt að keilubrautin hafi verið biluð, hún flautaði á mig og blikkaði rauðum ljósum hvert skipti sem ég renndi kúlunni af stað.
Kv. Jón Ómar