Stúdentamót KSF

Stúdentamót KSF

21. February 2013 Fréttir 0

Helgina 1.-3. mars verður stúdentamót KSF haldið. Mörgum til mikillar gleði verður mótið haldið í Ölveri, þeim yndislega stað.

Á mótinu verður flott fræðsla og lofgjörð, góður matur og nóg af frítíma fyrir spil/lærdóm/höllun eða hvað sem manni dettur í hug.

Farið er á einkabílum. Vanti einhvern far má tala við eitthvert okkar í stjórninni.

Mæting er upp í Ölver á föstudeginum kl. 18, stuttu síðar verður svo borinn fram kvöldverður.

Hægt er að skrá sig hjá Hildi, gjaldkera stjórnarinnar, með því að senda henni skilaboð hér á facebook eða á ksf@ksf.is. Ætli einhverjir einungis að vera hluta tímans á mótinu er gott að taka það fram.

Verð: 6500 kr.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *