Kyndilbænaganga og kvöldsamkoma á Egilsstöðum
Föstudaginn 13. nóvember stendur Kristilegt stúdentafélag fyrir kyndilbænagöngu og kvöldsamkomu á Egilsstöðum. Gengið verður frá Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 20:30 áleiðis í Sláturhúsið. Á leiðinni verður stoppað nokkrum sinnum og beðið fyrir ákveðnum málefnum. Sr. Þorgeir Arason leiðir bænagjörðina.
Kl. 21:15 hefst svo samkoma í Sláturhúsinu. Samkoman verður með sama sniði og KSF fundir þar sem tónlist er í fyrirrúmi. Kynning verður á KSF og KSS (Kristilegum Skólasamtökum) og Stefán Bogi Sveinsson verður með ræðu. Samkoman verður send út beint á Útvarpi Andvarp, FM 103,2. Tilgangur kvöldins er að vekja athygli ungs fólks á möguleikum í kristilegu starfi sem og að kynna kristilegu skólahreyfinguna á Íslandi. Við viljum hvetja sem flesta til að mæta 🙂
Verkefnið er styrkt af Æskulýðssjóði.