Fundur á Háaleitisbraut
Í kvöld verður KSF fundur á Háaleitisbrautinni. Háttvirtur skólaprestur vor, sr. Guðni Már Harðarson, ætlar að koma í heimsókn og deila visku sinni með okkur. Að sjálfsögðu verður söngur og lofgjörð og svo er aldrei að vita nema gripið verði í spil eftir fund ef stemming er fyrir hendi.
Sjáumst kl. 20:30 á Háaleitisbraut 🙂