Aðventukaffi KSF 15. desember
Sunnudaginn 15. desember, kl. 14-17, mun KSF standa fyrir aðventukaffi í sal SÍK, Háaleitisbraut 58-60. Allir eru hjartanlega velkomnir! Aðgangseyrir er sem hér segir: – Fullorðnir: 1.000 kr. – Börn (6-12 ára): 500 kr. – Börn (5 ára og yngri): Frítt Einnig verður hægt að taka þátt í happdrætti þar sem vinningarnir verða ekki af…
Read more
Tengill kominn út
Tengill, fréttabréf Kristilegu skólahreyfingarinnar (KSH), er kominn út. Þar má meðal annars lesa um starfsemi KSS og KSF í haust, NOSA mótið sem haldið verður á Íslandi næsta haust og fleira áhugavert. Hægt að nálgast fréttabréfið á linknum hér að neðan:
KSF fundur
Já, kæru KSF-ingar, það verður fundur hjá okkur á háalofti Dómkirkjunnar í Reykjavík eins og flest önnur fimmtudagskvöld kl 20:30! 😉 Við munum heyra orð og bæn, Bogi ætlar að deila vitnisburði með okkur og Ragnar Schram talar við okkur. Að sjálfsögðu munum við syngja nokkur lög saman og ætla Hilmar, Elías og Anna Bergljót…
Read more
Myndir frá íþróttastarfi KSF á þriðjudag
KSF er með íþróttir alla þriðjudaga kl 22:10 í íþróttahúsi Verzló. Ókeypis þátttaka og bara að mæta á svæðið. Væri gaman að sjá þig! Allir velkomnir!