Category: Fréttir

NOSA 2013

Dagana 17.-20. október voru sex KSF-ingar og fimm KSS-ingar þátttakendur á NOSA, kristilegri stúdentaráðstefnu fyrir Norðurlöndin. Mjög vel var staðið að ráðstefnunni og fengu þátttakendur góða fræðslu og uppörvun í trúnni. Þetta var frábært tækifæri til að kynnast trúsystkinum okkar á hinum Norðulöndunum og fróðlegt var að heyra hvernig stúdentastarfið gengur þar.


21. October 2013 0

Ekki fundur á fimmtudaginn 17. október

Kæru KSF-ingar. Minni á að það verður ekki fundur á fimmtudaginn kemur, þann 17. október. Stjórnin, ásamt fleiri KSF-ingum, verður stödd á NOSA.


16. October 2013 0

Íþróttir KSF

Á þriðjudaginn verður farið í Ultimate. Mæting í íþróttasal Verzló kl. 22:10. Allir velkomnir.


7. October 2013 0

KSF fundur að venju

Á fimmtudag verður KSF fundur að venju. Bjarni Gíslason kemur og talar. Fundurinn hefst kl. 20:30 í Dómkirkjunni, nánar tiltekið uppi á kirkjuloftinu. Tilvalið að skella sér á KSF fund og eiga gott samfélag 🙂


7. October 2013 0

Saddir og sáttir KSF-ingar

Í kvöld var ekki haldin hefðbundinn KSF-fundur. Þess í stað var hist í heimahúsi og var borðaður dýrindis eþíópskur matur. 27 KSF-ingar mættu og fóru saddir og sáttir heim.


4. October 2013 0