Category: Fréttir

Stúdentamót á Egilsstöðum 13-15. nóvember

Dagana 13-15. nóvember nk. verður haldið stúdentamót KSF í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum. Kirkjumálasjóður styrkti verkefnið sem gerir okkur kleift að halda mót svo fjarri höfuðborgarsvæðinu. Hluti af mótinu fer fram í kirkjumiðstöðinni en hluti verður inni á Egilsstöðum. Dagskrá verður birt þegar nær dregur, en hún verður ekki af verri endanum. Mótsgjald er 5000…
Read more


30. August 2009 0

Villt þú gerast sjálfboðaliði í ár eða til styttri tíma?

Heimssamband KFUK auglýsir eftir ungum konum á aldrinum 22-30 ára. Sérlega er óskað eftir konum með áhuga á áhersluatriðum heimssambandsins, t.d. mannréttindum, ofbeldi gegn konum, HIV/AIDS ofl. Einnig eru skipulagshæfileikar vel metnir auk getu til að vinna í hóp.   Eins árs sjálfboðaliði -“internship” 12. janúar til 17. desember 2010. Tvær stöður eru lausar fyrir…
Read more


26. July 2009 0

KSF fer í sund

Í kvöld verður farið í sund í Árbæjarlauginni. Við ætlum að hittast í anddyri laugarinnar kl. 20:30 og synda eins og við eigum lífið að leysa. Svo er aldrei að vita nema það verði farið í ísbíltúr eða eitthvað skemmtilegt að sundferð lokinni. Láttu sjá þig.


9. July 2009 0

Spilakvöld KSF

Fyrsti sumarfundur KSF verður haldinn fimmtudaginn 18. júní kl. 21:00. Þá ætla KSF-ingar að hittast í Furugrund 46 í Kópavogi og spila. Öllum er heimilt að koma með skemmtileg spil með sér en nokkur snilldarspil eins og t.d. Bonanza verða á svæðinu. Stjórnin hvetur sem flesta til að mæta 🙂


16. June 2009 0

Heiðmerkurfundur KSF

Laugardaginn 30. maí verður árlegur Heiðmerkur fundur KSF. KSS ætlar að koma í heimsókn og njóta útiverunnar með okkur. Jón Ómar verður ræðumaður og gefur okkur góð orð til að leiða okkur inn í sumarið. Þeir allra hörðustu ætla að mæta kl. 19:00 og grilla saman (fólk þarf þá sjálft að koma með mat). Að…
Read more


27. May 2009 0