Að halda í trúna
Næstkomandi laugardag, 23. maí, verður KSF fundur haldinn í Langholtskirkju, kl. 20:30. Ræðumaður fundarins er Gunnar Einar Steingrímsson, djákni í Grafarvogskirkju, einnig þekktur sem Gunni Æskulýðströll. Gunnar ætlar að spjalla við KSF-inga um efnið: “Að halda í trúna” og verður forvitnilegt að heyra með hvaða hætti hann hyggst nálgast efnið.