Category: Fréttir

Að halda í trúna

Næstkomandi laugardag, 23. maí, verður KSF fundur haldinn í Langholtskirkju, kl. 20:30. Ræðumaður fundarins er Gunnar Einar Steingrímsson, djákni í Grafarvogskirkju, einnig þekktur sem Gunni Æskulýðströll. Gunnar ætlar að spjalla við KSF-inga um efnið:  “Að halda í trúna” og verður forvitnilegt að heyra með hvaða hætti hann hyggst nálgast efnið.


19. May 2009 0

KSF fundur í Langholtskirkju: Baldur Ragnarsson

Á laugardaginn kemur ætlar Baldur Ragnarsson að koma í heimsókn á KSF fund og segja frá dvöl sinni erlendis. Hann deilir með okkur gjörólíku menningarumhverfi sem hann upplifði og á örugglega eftir að skella upp einhverjum myndum frá dvölinni. Fundurinn verður í Langholtskirkju og hefst kl. 20:30


28. April 2009 0

Heimafundur á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 25. apríl kl. 20:30, verður heimafundur í KSF. Fundurinn verður haldinn heima hjá Aidan, Lindargötu 46a, íbúð 411, 101 Reykjavík (smelltu hér til að sjá kort af svæðinu). Ræðumaður verður Aidan sjálfur og ætlar hann að segja okkur frá kristilegu starfi meðal erlendra stúdenta sem hann stendur fyrir í samstarfi við Hallgrímskirkju. Að…
Read more


22. April 2009 0

Ný gildi – hvað skiptir máli í lífinu?

Dagana 17-19. apríl verður samkomuröð í Grensáskirkju á vegum Salts ks í samstarfi við KSF og KSS. Ræðumaður verður dr. Roland Werner, en hann er þýskur og nær einstaklega vel til ungs fólks. Ræður hans verða á ensku en túlkað verður á íslensku. Laugardaginn 18. apríl verður ekki hefðbundinn KSF fundur heldur fellur fundur félagsins…
Read more


12. April 2009 0

11.apríl

Í kvöld verður fyrsti fundur nýrrar stjórnar og hann verður haldinn í sal Langholtskirkju. Ræðumaður verður sr. Ólafur Jóhannsson. Eins og venjulega verður svo partý hjá félögunum eftir fund, í tilefni páskanna og staðsetning kemur í ljós í kvöld. Hlökkum til að sjá ykkur.


11. April 2009 0