Category: Fréttir

KSF fundir hefjast að nýju

Þá er komið að því að KSF fundir hefjist að nýju. Sumarið er að kveldi komið og haustið nálgast eins og óð fluga. Skólarnir eru að byrja og þá er kominn tími til að taka frá laugardagskvöldin. Við ætlum að byrja laugardagskvöldið 30. ágúst kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn á í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58…
Read more


21. August 2008 0

Poppmessa og miðnæturguðsþjónustu á Menningarnótt

Á Menningarnótt verður haldin miðnæturguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík. Guðsþjónustan er samvinnuverkefni Dómkirkjunnar og Keflavíkurkirkju. Hún hefst kl. 23:45. Einnig er vert að vekja athygli á að KSS ásamt fleirum stendur fyrir poppmessu á Ingólfstorgi og hefst hún kl. 19:00. Stjórn KSF hvetur alla KSF-inga til að mæta á Ingólfstorg og svo í miðnæturguðsþjónustuna á…
Read more


20. August 2008 0

Gríðarlegir hæfileikar koma í ljós

KSF skellti sér í keilu á fimmtudaginn. Það kom berlega í ljós að innan félagsins leynast miklir hæfileikar á þessu sviði. Þeim er reyndar mjög misskipt eins og sjá má hér fyrir neðan. Þó verður að taka tillit til að Jón Ómar Gunnarsson hefur að líkindum verið með hugann við daginn í dag og verður…
Read more


26. July 2008 1

Keiluferð KSF

Á morgun, fimmtudaginn 24. júlí, ætla KSF-ingar að skella sér í keilu. Skv óstaðfestum fréttum leynast afar hæfileikaríkir keiluspilarar innan félagsins og því vel þess virði að sýna snilli sína á því sviði. Mæting er í Keiluhöllina Öskjuhlíð kl. 21:00 fimmtudaginn 24. júlí. Við höfðum því miður ekki tök á að taka frá brautir þar…
Read more


23. July 2008 0

Sumarfundur í Kaldárseli

Sumarfundur KSF verður í Kaldárseli í kvöld. Þar ætlar Þórarinn Björnsson að fara með okkur í göngu um svæðið og segja frá alls konar fróðleik sem sennilega enginn nema hann veit. Þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast svæðinu, hitta skemmtilegt fólk og fara í hressandi göngutúr. Mæting er í Kaldársel kl. 19:50


10. July 2008 1