Category: Fréttir

Upplýsingar um PRAG 2008

Nú er búið að staðfesta flugið okkar. Við fengum tilboð frá Úrval útsýn sem eftir miklar vangaveltur og leit að flugfargjöldum er besta tilboðið fyrir okkur. Flugið lítur svona út: Fljúgum frá Keflavík 3. ágúst kl. 1.00 (næturflug svo við þurfum að vera komin 2. ágúst upp á völl) Komum til Kaupmannahafnar kl. 6.00 að…
Read more


23. January 2008 0

Fundur á Háaleitisbraut

Í kvöld verður KSF fundur á Háaleitisbrautinni. Háttvirtur skólaprestur vor, sr. Guðni Már Harðarson, ætlar að koma í heimsókn og deila visku sinni með okkur. Að sjálfsögðu verður söngur og lofgjörð og svo er aldrei að vita nema gripið verði í spil eftir fund ef stemming er fyrir hendi. Sjáumst kl. 20:30 á Háaleitisbraut 🙂


19. January 2008 0

Heimafundur í kvöld

Í kvöld ætlar hún Björg að vera svo góð að bjóða okkur heim til sín á fund. Við hittumst því hress og kát á Neshaga 15, risi kl.20:30 í kvöld. Njótum þess að vera saman, ekki láta þig vanta.


12. January 2008 0

Áramótaheit annað kvöld!

Jæja þá vaknar KSF úr jólagírnum enda jólin að klárast á sunnudag. Annað kvöld munum við því safnast saman á Háaleitisbraut kl.20:30 og eiga góða stund saman. Sr. Sigfús Kristjánsson prestur í Hjallakirkju tala um áramótaheit við Guð. Hver veit nema afgangar af veitingum frá áramótunum verði á boðstolnum eftir fund þar sem fólk getur…
Read more


5. January 2008 0

Tilkynning til Prag fara

Hæhæ!!! Gleðilega hátið :o) Nú styttist óðum í áramótin og Praghópurinn hefur fengið aldeilis flott tilboð!!! Okkur stendur til boða að kaupa flugelda hjá KFUM og KFUK fyrir okkur sjálf og nánustu fjölskyldumeðlimi (foreldra, ömmu og afa og systkini okkar) og láta skrá hvað við kaupum fyrir mikið á lista sem verður á Holtavegi. Svo…
Read more


29. December 2007 0