Category: Fréttir

Bíó og Ragnar Gunnarsson

Þá er hin nýja og glæsilega stjórn loks komin með aðgang að heimasíðunni. Við höfum þó ekki setið auðum höndum þó við höfum verið veflaus og höfum verið að skipuleggja maí. Á laugardaginn kemur ætlar Ragnar Gunnarsson að koma til okkar og tala. Eftir fund verður svo farið með KSS í bíó að sjá eitthvað…
Read more


3. May 2007 0

Laugardagur 21. apríl

Laugardaginn 21. apríl verður KSF fundur í Grensáskirkju. Sr. Guðni Már skólaprestur talar til okkar. Gamla stjórnin mun kveðja á þessu fundi. Hér er gott tækifæri til að taka sér frí frá próflestri sem nú er að byrja og eiga saman stund um Guðs orð. Sjáumst á laugardaginn.


20. April 2007 3

Aðalfundur og skólamessa

Næstu helgi stendur margt til hjá KSF. Laugardaginn 14. apríl verður aðalfundur félagsins haldin í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi. Fundurinn hefst kl 20:30, á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning í stjórn. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að fjölmenna á þennan fund og móta þannig stefnu félagsins fyrir næsta ár. Sunnudaginn 15.…
Read more


10. April 2007 0

Píslarsagan 31.mars

Nú líður nær páskum og á KSF fundi þann 31.mars mun Ólafur Jóhannson hugleiða Píslarsöguna með okkur. Að vanda verður tónlist á fundum, orð og bæn og annað slíkt. Hvet sem flesta til að koma og eiga góða stund saman á laugardaginn. Athugið að fundurinn verður EKKI í Kristniboðssalnum heldur í Grensáskirkju, sami tími og…
Read more


29. March 2007 0

Undur mannslíkamans

Á morgun þann 17. mars verður KSF fundur að venju á Háaleitisbrautinni og hefst hann klukkan 20.30. Það er einn af okkar félagsmönnum hún Björg Jónsdóttir sem að mun tala um undur mannslíkamans. Ekki missa af þessu spennandi efni og tækifæri til að eiga gott samfélag. Hittumst heil.


16. March 2007 0