Stúdentamót

Stúdentamót

22. January 2007 Fréttir 5

Þá er farið að líða að stúdentamóti. Við munum leggja af stað frá Háaleitisbraut kl 17:00, stundvíslega næsta föstudag. Mæting er kl 16:30. Mikilvægt er að leggja ekki seinna af stað, svo vinsamlegast mætið tímanlega.

Nokkra hluti er gott að hafa með sér:

svefnpoka, kodda, lak, föt til skiptana, húfu og vettlinga…. annars erum við nú öll fullfær um að pakka sjálf! Vegna takmarkaðs flutningspláss biðjum við fólk um að reyna að hafa sem minnst með sér.

Þeir sem eiga eftir að borga staðfestingargjald kr. 2000 þá vinsamlegast bregðist skjótt við (leyfilegt er að greiða allt mótsgjaldið, 6000 kr.).
kt. 670874-0289 og reikningsnúmer: 0101-26-040106.

Sjáumst hress á föstudaginn, fyrir spurningar er hægt að senda mail á ksf(hjá)hi.is.

5 Responses

  1. Anna Guðný says:

    Háaleytisbraut…gott að hafa y í því! En svona annars þá hlakka ég ekkert smá til að skunda til Akureyrar með ykkur kæra fólk. Vona að stemmningin sé góð í hópnum og það verði ógeðslega gaman…því ég á náttúrulega afmæli á laugardaginn…enginn fær sko að gleyma því! 🙂

  2. Þráinn says:

    Já, mér finnst miklu flottara að skrifa það með y!

  3. Ársæll says:

    Þetta er málið, Páll Hr. og Arna eru höfðingar heim að sækja, við þekkjum það af reynslu munið að syngja fyrir Önnu Guðnýju á laugardaginn
    kv. Ársæll og Þór Bínó

  4. Anna Guðný says:

    Bara búið að laga y-ið! Hver ætli hafa gert það 🙂 Ársæll, ég vona líka að einhver syngi fyrir þig á laugardaginn…

  5. Berglind says:

    Takk fyrir snilldar mót! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *