Heimafundur og fótboltamót
Næstkomandi laugardagskvöld 20. október verður heimafundur hjá KSF. Heimafundurinn verður haldinn heima hjá Hlín og Þorgeiri, Þórðarsveigi 16 í Grafarholti og hefst stundvíslega kl.20:30. Þeir sem ekki eru vanir Grafarholtinu eru hvattir til að skoða kortið í símaskránni sinni vandlega þar sem göturnar eru ekki í stafrófsröð í þessu hverfi. Á þessum fundi munum við syngja saman, biðja og hafa það gaman saman.
Eftir fundinn verður svo stórskemmtilegt fótboltamót, sameiginlegt hjá KSS og KSF, áhugasamir skrái sig hjá Tinnu Rós: tinna_beckham (hjá) hotmail.com. Þeir sem hafa minni áhuga á fótbolta geta setið áfram og spjallað eða spilað í Þórðarsveignum.
Hittumst heil!