Opinn stjórnarfundur og NOSA kynning
Á laugardaginn verður haldinn opinn stjórnarfundur hjá KSF. Á fundinum verða rædd málefni félagsins á opinn hátt, þeirra á meðal félagafjölgun og fyrirkomulag funda. Matur verður í boði félagsins.
Opni stjórnarfundurinn hefst kl. 18:00 á Háaleitisbraut. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta.
Kl. 20:30 verður svo hefðbundinn KSF fundur þar sem NOSA farar kynna ferð sína á kristilegt stúdentamót um síðustu helgi. Kynningarmyndband fyrir NOSA 2008 á Íslandi verður sýnt og margt fleira skemmtilegt.
Mætum öll og ekki væri úr vegi að taka einhvern nýjan með sér á svæðið 🙂