Viltu taka þátt í ísmessu í Prag?
Eitt af þeim hlutverkum sem Íslendingar hafa í Prag er að sjá um ísmessu. Í dag, fimmtudag, fara fram söngprufur fyrir þá sem vilja taka þátt.
Ef þið hafið áhuga á að vera með langar Önnu Arnardóttur að heyra í ykkur (syngja/spila) annað kvöld, fimmtudaginn 29. maí, kl. 17.30-19.00 á Holtavegi 28. Ef þið komist ekki þá getið þið látið Önnu vita (anna.arnar (hjá) simnet.is). Hópurinn mun svo æfa, föstudagskvöldið 30. maí, milli kl. 18.00-22.00 á Holtavegi 28. Þar gefst hópnum tækifæri á að kynnast og borða saman.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri!!!! :o)