Heiðmerkurfundur og grill
Á morgun, laugardaginn 31. maí, er komið að Heiðmerkufundi KSF. KSS kemur í heimsókn og við ætlum að hafa það ofurskemmtilegt saman. Sr. Íris Kristjánsdóttir verður ræðumauðr og margt fleira skemmtilegt í boði. Fundurinn hefst að vanda kl. 20:30. Nokkrir allsvalir KSF-ingar ásamt ofursvölum KSS-ingum ætla þó að mæta fyrr, kl. 19, og grilla. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir á svæðið. KSF sér um kolin en fólk þarf að koma með mat og drykk sjálft.
Til þess að komast á staðinn er ekið framhjá Vífilsstöðum í áttina að Heiðmörkinni. Beygt er til vinstri við Maríuhella og ekið um 1,5 km inn í Heiðmörk. Á vinstri hönd má þá sjá yfirbyggð grill og þar verðum við staðsett.
Og svona til vonar og vara hef ég teiknað inn á kort staðsetninguna. Smellið hér til þess að skoða kortið.