Sumarfundur
Þá er komið að fyrsta sumarfundi KSF í sumar. Við ætlum að skella okkur í sund í Árbæjarlaug á fimmtudaginn kemur, 12. maí. Við hittumst í anddyrinu kl. 20:30 og munum að sjálfsögðu eftir sundfötum (nema fyrir þá allra hörðustu) og 360 kr (eða öðrum leiðum til þess að greiða í sundið.
Dragið nú eitthvað fólk með ykkur og fjölmennum í sund. Árbæjarlaugin tekur alveg helling af fólki. Náum við að fylla hana??? Það er aldrei að vita nema tekin verði stutt kennslustund í ungbarnasundi…