KSF fundur á morgun
Upp er runninn föstudagur,
ákaflega skýr og fagur.
Það er einmitt laugardagur á morgun og í tilefni af því ætlum við að halda KSF fund á Háaleitisbraut. Við bjóðum Jónó, sem borðar bara grjónó, velkominn til starfa sem æskulýðsprest (Hann heitir sko Jón Ómar). Hann ætlar einmitt að tala til okkar á fundinum á morgun ásamt að S.M. Lockridge ætlar að segja nokkur vel valin orð. Að sjálfsögðu ætla allir stúdentar á aldrinum 20-30 ára að mæta!
Eftir fundinn er sameiginlegt fótboltamót KSS og KSF og það er um að gera að skrá sig á það. Upplýsingar um það má sjá í frétt hér að neðan. Ég hlakka til að sjá ykkur öll og vonast eftir að sjá, hvaaa, 2-3 þúsund manns. Haggi bara?