“Fyllerí um jólin” og skautar
Á næsta KSF fundi talar Tómas Torfason, formaður KFUM og KFUK. Yfirskriftin er Fyllerí um jólin. Án þess að fara nákvæmlega ofan í efni dagsins er óhætt að fullyrða að það verður forvitnilegt, en engum verður þó misboðið. Fundurinn verður haldinn í Langholtskirkju og hefst kl. 20:30. Gestir eru hvattir til að vera jólalegir til fara, jafnt að innan sem utan 🙂
Athugið að við verðum uppi á loft í Langholtskirkju. Gengið inn á sama stað og venjulega og skundað upp á loft.
Að fundi loknum er komið að árlegri skautaferð KSS og KSF. Hægt verður að leigja skauta á staðnum svo allir ættu að geta hætt sér á svæðið. Verð á skauta: 800 kr (sem þarf að greiða í reiðu-fé / must be paid in angry sheep).
Sjáumst á laugardaginn.