Heimafundur í kvöld
Í kvöld verður heimafundur í KSF. Fundurinn verður haldinn í Reyðarkvísl 25 (sjá kort) þar sem frú Erna og herra Þráinn eiga heimili sitt um þessar mundir. Hr. Þráinn Haraldsson ætlar að segja okkur aðeins frá Prédikaranum og má búast við afar fróðlegu erindi þessa yngsta æskulýðsfulltrúa Hjallakirkju.
Sjáumst kl. 20:30 🙂