KSF fundur á nýjum stað og samkoma í KVÖLD!
139 Davíðssálmur er í virkilega uppáhaldi hjá mér þessa dagana – hvet ykkur eindregið til þess að lesa hann. Hér er brot út fegurð hans
,, Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við ysta haf, einnig þar mun hönd þín leiða mig, og hægri hönd þín halda mér” Sálmur 139: 9 -10 vers.
Já, það fer svo sannarlega að líða að næsta KSF fundi, og að vanda verður hann vonandi skemmtilegur, fræðandi og áhugaverður. Hann verður kl. 20:30 n.k. þriðjudag.
Að þessu sinni ætlar Sigurður Pálsson að koma og tala við okkur og yfirskriftin að ræðu hans er ,,Hverrar þjóðar ert þú?”. Lofgjörðin og hressa tónlistin mun að sjálfsögðu vera á sínum stað, og hver veit nema eitthvað óvænt leynist með? En takið nú eftir. NÝ staðsetning verður á fundinum í þetta skiptið. Við höfum fengið hentugri staðsetningu fyrir fundina okkar – í Kristniboðssalnum sem er til húsa á Háaleitisbraut 58-60! Strætóglaðar manneskjur geta t.d. fagnað þessu þar sem strætókerfið er mjög gott á þessum slóðum borgarinnar!
Einnig verður samkoma í húsi KFUM & K við Holtaveg 28 í kvöld kl. 20:00. Og má nefna að unga og skemmtilega fólkið í hljómsveitinni Tilviljun? sér um lofgjörðina í kvöld, jibbí!!
Hlakka til að sjá ykkur ekki á morgun heldur hinn í KRISTNIBOÐSSALNUM!!
KSF meeting will be next Tuesday at 20:30 🙂 Now we’ve been so lucky to have found a new, more suitable place to have our meetings – and that place is in Háaleitisbraut 58-60, called Kristniboðssalurinn. We’re sure gonna have some fun togheter and praise our Lord. The speaker will talk about: Which nation are you from?
I Look forward to see you all!
– “If i rise on the wings of the dawn, if I settle on the far side of the sea, even there your hand will guide me, your right hand will hold me fast.” – Psalm 139: 9-10.