KSF fundur – vöxtur í trúnni
KSF fundur á fimmtudaginn kl. 20:30 í Dómkirkjunni. Að þessu sinni ætlar Helga Vilborg, kristniboði, að koma og tala við okkur um vöxt í trúnni. Kl. 20:15 höfum við opna bænastund í kirkjunni en eftir hana ætlum við að breyta aðeins til. Við ætlum að fara saman upp á kirkjuloftið og hafa fundinn þar. Eftir fundinn höfðum við hugsað okkur að taka einhver vel valin spil á kirkjuloftinu. Við tökum nokkur með okkur en ykkur er velkomið að taka eitthvað með ykkur 🙂
Sjáumst hress! 🙂