Aðventukaffi sunnudaginn 16. des
KSF mun standa fyrir aðventukaffi sunnudaginn 16.desember kl. 14-17! Kaffið verður haldið í sal SÍK, Háaleitisbraut 58-60, í Reykjavík. Allir velkomnir!
Aðgangseyrir er sem hér segir:
– Fullorðnir: 1000kr
– Börn (6-12ára): 500kr
– Börn (5 ára og yngri): Frítt
Fyrir þessa upphæð er hægt að gæða sér á kökum og öðrum kræsingum sem verða í boði.
Stórsveit KSS mun svo spila fyrir okkur nokkur vel valin lög.
Auk þess verður hægt að taka þátt í happdrætti en miðinn kostar 500 krónur og vinningarnir eru frá:
– Aðalskoðun
– Arctic Rafting
– Birtíngi, útgáfufélagi
– Bæjarins beztu
– Fiskfélaginu
– Hamborgarabúllunni
– Hinu íslenska bókmenntafélagi
– Keiluhöllinni
– KFC
– Skautahöllinni
– Snyrtistofunni Comfort
– Subway
– Tokyo Sushi
Allur ágóði af aðventukaffinu mun renna til starfs KSF!
Þetta er því kjörið tækifæri til þess að eiga góða stund saman á aðventunni og styrkja starf KSF í leiðinni.
Við í stjórn KSF hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi! 🙂