Síðasti fundur fyrir jól
Á fimmtudaginn, 20. desember, verður síðasti fundur fyrir jól. Þráinn ætlar að koma og tala til okkar og orð og bæn og tónlist verða að sjálfsögðu á sínum stað. Fundurinn verður í Dómkirkjunni kl 20:30.
Í tilefni jólanna ætlum við að hafa pakkaleik eftir fund. Við hvetjum fólk því til að mæta með smá pakka, hámark 500 kr.
Við hvetjum fólk til að mæta og eiga góða stund saman svona rétt fyrir jól 🙂