Íþróttastarf KSF hefst á ný!
Íþróttastarf KSF hefst loksins þriðjudaginn 17. september. Líkt og síðasta misseri verða íþróttirnar í sal Verzlunarskóla Íslands. Leigan á íþróttasalnum kostar sitt (6.000 kr. skiptið) og eignir KSF eru ekki þess eðlis að félagið geti greitt leiguna á salnum. Hins vegar er vilji fyrir því að hafa íþróttir bæði misserin.
Síðastliðið vor voru þó nokkrir sem styrktu íþróttastarfið með fjárframlögum og hafði það mikið að segja. Markmið stjórnarinnar fyrir komandi haust er að ná að safna fyrir a.m.k. 2/3 hluta leigunnar.
Íþróttasalurinn verður leigður í 10 vikur í haust. Það þýðir að íþróttastarfið mun kosta 60.000 kr. og langar okkur því að reyna að safna a.m.k. 40.000 kr. Gangi vel að safna fyrir þessu í haust búumst við við því að geta haldið áfram með íþróttirnar eftir áramót.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja íþróttastarfið geta lagt inn á reikning KSF:
Reikningsnúmer KSF: 0117-26-70874
Kennitala KSF: 670874-0289
Allur stuðningur er vel þeginn og mun stuðla að áframhaldandi íþróttastarfi.