NOSA 2013
Dagana 17.-20. október voru sex KSF-ingar og fimm KSS-ingar þátttakendur á NOSA, kristilegri stúdentaráðstefnu fyrir Norðurlöndin. Mjög vel var staðið að ráðstefnunni og fengu þátttakendur góða fræðslu og uppörvun í trúnni. Þetta var frábært tækifæri til að kynnast trúsystkinum okkar á hinum Norðulöndunum og fróðlegt var að heyra hvernig stúdentastarfið gengur þar.