Aðventukaffi KSF 15. desember
Sunnudaginn 15. desember, kl. 14-17, mun KSF standa fyrir aðventukaffi í sal SÍK, Háaleitisbraut 58-60. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Aðgangseyrir er sem hér segir:
– Fullorðnir: 1.000 kr.
– Börn (6-12 ára): 500 kr.
– Börn (5 ára og yngri): Frítt
Einnig verður hægt að taka þátt í happdrætti þar sem vinningarnir verða ekki af verri endanum. Má sem dæmi nefna gjafabréf út að borða, umfelgunarpakki á fólksbíl, gjafabréf í keilu o.fl. Að auki verður hægt að kaupa sælgæti til að eiga yfir jólin.
Kaffisalan er nú orðin að föstum lið hjá félaginu á aðventunni. Hafa margir nýtt tækifærið til að njóta góðra veitinga og hlusta á jólatónlist. Hljómsveitin Tilviljun? verður með tónlistaratriði.
Atburðurinn er mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi félagsins, en allur ágóði af aðventukaffinu mun renna til starfs KSF.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórn KSF