Hvað er að gerast?
KSF hvetur félagsmenn sem og aðra til þess að mæta á þessa samverustund KFUM og KFUK í kvöld, mánudaginn 13. október
Enginn er ósnortinn af þeim efnahagslegu hamförum sem dunið hafa yfir íslenska þjóð á undanförnum dögum. Margir eru óttaslegnir og erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast í raun og veru. KFUM og KFUK á Íslandi boðar til samverustundar fyrir ungt fólk, mánudaginn 13. október kl. 20. Á samverustundinni verður leitast við að svara þeim margvíslegu spurningum sem brenna á fólki. Samverustundinni lýkur með helgistund.
Dagskrá:
- 20.00
Upphafsorð: Haukur Árni Hjartarson.
Magnús Fjalar Guðmundsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, fjallar um atburði liðinna daga og hver staðan er nú í dag.Bóas Valdórsson, sálfræðingur á barna og unglingageðdeild Landsspítalans, fjallar um eðlileg viðbrögð við erfiðleikum – og gagnlegar leiðir til að bregðast við breyttum aðstæðum.
Fyrirspurnir
- 21.00
Léttar veitingar- 21.30
Helgistund í umsjón sr. Jóns Ómars Gunnarssonar, æskulýðsprests.