Sumardags-gleði KSF!
Á fimmtudagskvöldið næsta verður EKKI fundur í Dómkirkjunni eins og venjulega!
Ástæðan er einföld: Þá er sumardagurinn fyrsti 😉
Við ákváðum að breyta svolítið út af vananum og fara frekar út að borða saman og sameinast svo í heimahúsi og hafa spilakvöld! Hver veit nema einhverjar veitingar verði í boði á spilakvöldinu…! Spennandi…! 😉
Hugmyndin er að hittast og borða klukkan 19:00 en staðsetningin er ekki alveg ákveðin. Okkur datt í hug að fara saman á American Style (því sá staður er tiltölulega ódýr og góður þrátt fyrir að vera “semí”-skyndibiti).
Ef þér dettur annar staður í hug sem skemmtilegt væri að fara á mátt þú endilega koma með hugmyndir á facebook viðburðinn sem er að finna í facebook grúppu félagsins! Við þyggjum þær með þökkum 😉
Sjáumst í sumarskapi! 😀