Eþíópíukvöld

Eþíópíukvöld

30. September 2012 Fréttir 0

Næstkomandi þriðjudagskvöld ætlum við í KSF að hittast og gæða okkur á dýrindis eþíópskum mat. Við munum fá Tsige, sem er eþíópsk kona búsett á Íslandi, til að búa matinn til fyrir okkur. Hún er einstaklega flink og enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum.

Við ætlum að hittast kl. 19.30 heima hjá Sessu, að Laxakvísl 1. Þar sem þetta er kvöldverður þá skulum við reyna að vera mæta á réttum tíma.

Þeir sem hafa áhuga á að koma og neyta þessarar dýringdis máltíðar með okkur geta haft samband við Gísla í síma 616-7527. Mikilvægt að skrá sig þar sem ég læt síðan Tsige vita fyrir hversu marga hún þarf að elda. Það verður hægt að skrá sig fram á sunnudag.

Það kostar 2500 kr. á mann, sem er gott verð fyrir þennan mat. Þetta verður hefðbundinn eþíópskur matur, injera og wott og nokkrar tegundir af réttum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja smakka framandi mat á góðu verði.

Sjáumst vonandi sem flest.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *