KSF fundur
Já, kæru KSF-ingar, það verður fundur hjá okkur á háalofti Dómkirkjunnar í Reykjavík eins og flest önnur fimmtudagskvöld kl 20:30! 😉
Við munum heyra orð og bæn, Bogi ætlar að deila vitnisburði með okkur og Ragnar Schram talar við okkur.
Að sjálfsögðu munum við syngja nokkur lög saman og ætla Hilmar, Elías og Anna Bergljót að leiða tónlistina í þetta skiptið. Það skal tekið fram að KSS-ingar eru sérstaklega velkomnir á fundinn hjá okkur á morgun 🙂
Samskot verða tekin á fundinum fyrir íþróttastarf KSF. Allur stuðningur er vel þeginn og mun stuðla að áframhaldandi íþróttastarfi.
Við hlökkum til að sjá þig! 🙂