Kynningarfundur ALFA
Nú á vormisseri mun KSF standa fyrir alfa námskeiði fyrir háskólanemendur, Alfa námskeið eru skemmtileg og fróðlegt tíu vikna námskeið um kristna trú. Þarna gefst gott tækifæri til að kynna sér kristna trú og helstu atriði hennar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.
Þann 17. janúar kl 18:00 í stofu 202 í Odda verður haldin kynningarfundur um námskeiðið. Við hvetjum alla sem hafa áhuga að mæta á kynningarfundinn. Á fundinum verða veitingar í boði og þess ber að geta að engar skuldbindingar fylgja því að mæta á kynningarfund.