KSF fundur 4. nóvember
í kvöld verður KSF fundur á Holtavegi 28. Fundurinn hefst kl. 20:00. Ræðumaður kvöldins er sr. Gunnar Jóhannesson sóknarprestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli, Skagafjarðarprófastsdæmi.
Ræðumaður kvöldins forfallaðist vegna andláts í sókninni. Því mun KSF fundur falla niður í kvöld en stjórnin hvetur KSF-inga til þess að mæta á Holtaveg og aðstoða við Jól í Skókassa. (sett inn kl. 18:30)
Stjórn KSF hvetur sem flesta til að mæta og eiga góða stund saman. Eftir fundinn er svo aldrei að vita nema vinnufúsar hendur nýtist í Jól í Skókassa.
Þá er rétt að minna á að ennþá eru nokkur pláss laus á stúdentamót á Egilsstöðum dagana 13-15. nóvember. Nánari upplýsingar hér fyrir ofan.