Heiðmörk og football beibí!
Heil og sæl fallega fólk nær og fjær!
Í dag er miðvikudagur, og veit einhver hvað það þýðir…..það þýðir að það séu bara 3 dagar í laugardaginn. Vá hvað það verður gaman á laugardaginn, sumarbúðanámskeið á Holtaveginum, Manchester United – Chelsea leika til úrslita, Verslunarfagmenn útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands…..já, og svo KSF FUNDUR! Vííííííí!
Á laugardaginn verður sko enginn venjulegur KSF fundur. Við höfum neflinlega boðið krúttunum úr KSS á fundin okkar og sagan segir að þau ætli að fjölmenna. Ekki nóg með það heldur mun fundurinn vera haldinn í HEIÐMÖRK! Vá, en spennandi! 🙂 Nánari staðsetningu er erfitt að útskýra, en við ætlum að vera á venjulega KSS/F staðnum í Heiðmörkinni. Rata ekki allir þangað?
Við í stjórninni ætlum að hittast klukkan 7 og hafa með okkur mat, fótbolta og snúsnú band, og við ætlum að grilla saman og leika okkur. Allir þeir sem nenna að leika við okkur eru velkomnir að koma (ath að það þurfa allir að koma með sinn eigin mat ef þeir vilja grilla). Svo klukkan hálf 9 mun fundurinn hefjast. Ég mæli með að þið mætið vel klædd svo ykkur verði nú ekki kalt greyin mín 🙂
Eftir fundinn heldur svo skemmtunin áfram, en þá mun hið árlega fótboltamót KSS&F vera haldið. Ég hvet KSF-inga til að fjölmenna á það og sýna og sanna að það rennur enn blóð í æðum okkar, þrátt fyrir háa elli! 5 menn eru í hverju liði og 1 varamaður leyfilegur. Æskilegt er að hafa a.m.k. 1 aðila af hvoru kyni í hverju liði.
Hlakka til að sjá ykkur, hress kát og dúndurspræk í góða veðrinu á laugardaginn…jeee 🙂
Viðbót frá Guðmundi Karli:
Til þess að komast á staðinn er ekið framhjá Vífilsstöðum í áttina að Heiðmörkinni. Beygt er til vinstri við Maríuhella og ekið um 1,5 km inn í Heiðmörk. Á vinstri hönd má þá sjá yfirbyggð grill og þar verðum við staðsett. Líklega reynum við að vera áberandi, t.d. með blikkandi ljósum þannig að enginn ætti að missa af okkur.
Og svona til vonar og vara hef ég teiknað inn á kort staðsetninguna. Smellið hér til þess að skoða kortið.