Ferðalag með norskum kór

Ferðalag með norskum kór

13. March 2008 Fréttir 1

Eins og auglýst var í síðustu vikur kemur norskur kór til landsins um helginna, þetta er stúdentakór frá Osló og ætlar hann að sjá um fundinn á laugardaginn sem að verður haldinn í Grensáskirkju.

Fyrr um daginn ætlum við hins vegar að fara í ferðalag með þeim og sýna þeim brot af Íslandi, haldið ferður austur fyrir fjall, Gullfoss og Geysir, Hellisheiðarvirkjun, Skálholt og Þingvellir heimsótt. Þetta ætti að vera ljómandi skemmtileg ferð og það væri gaman ef einhverjir KSF ingar vildu koma með. Ferðin kostar einungis 500 kr og við borðum hádegismat við Gullfoss sem þarf að borga aukalega. Þeir sem hafa áhuga að koma með, mega skrá sig hjá mér með því að senda tölvupóst á thh2(at)hi.is. Við munum leggja af stað frá Farfuglaheimilinu Laugardag kl. 9:20 á laugardaginn.

ATHUGIÐ:
Breyting á brottför. Farið verður frá Farfuglaheiminu Laugardal. Mæting 9:20

One Response

  1. Salvar says:

    Það væri mjög gaman að koma með, en ég er bara á næturvakt í nótt. En ég stefni að því að kíkja á fundinn í kvöld og hlusta á Nossarana 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *