Kæru KSF-ingar! Fyrir hönd kjörnefndar KSF þá vil ég Rakel Brynjólfsdóttir vekja athygli á því að það eru tímamót handan við hornið! Þann 7.apríl nk verður aðalfundur KSF að Holtavegi 28 sem þýðir að þið fáið GULLIÐ tækifæri til þess að bjóða fram starfskrafta ykkar fyrir félagið. Við erum að leita eftir öflugu, hugmyndaríku, skapandi,…
Read more
Ársþing KSH
Ársþing KSH 2014 verður haldið mánudaginn 7. apríl kl. 20:00 að Holtavegi 28. Atkvæðisrétt á ársþingi hafa, auk stjórnar og starfsmanns, 10 fulltrúar frá hvoru aðildarfélagi (KSS og KSF). Hvetjum við félagsmenn KSS og KSF til að mæta.
KSF-fundur færður til
Á fimmtudaginn verður ekki KSF-fundur í Dómkirkjunni. Þess í stað ætlum við að fjölmenna á lofgjörðartónleika hljómsveitarinnar Sálmari, sem hefjast kl. 20 í Háteigskirkju. Í hljómsveitinni eru m.a. einstaklingar úr KSS og KSF. Allir sem vilja geta nælt sér í frímiða á tónleikana með að fara inn á Facebook síðu sveitarinnar https://www.facebook.com/HljomsveitinSalmari
Ný heimasíða fyrir NOSA 2014
Guðmundur Karl hefur hannað nýja heimasíðu fyrir NOSA 2014. Nálgast má síðuna með því að ýta á flipann “NOSA 2014” hér fyrir ofan eða á eftirfarandi slóð: http://nosa.ksf.is/
Íþróttir KSF
Á þriðjudag ætlum við í bandý. Mæting í íþróttsal Verzló kl. 22:10 Þetta er jafnframt næstsíðasta skiptið okkar þetta misserið.