Bandý í íþróttum KSF
Á þriðjudag ætlum við að skella okkur í bandý. Byrjum kl. 22:10 í íþróttasal Verzló. Það kostar ekkert að taka þátt og allir hjartanlega velkomnir.
Á þriðjudag ætlum við að skella okkur í bandý. Byrjum kl. 22:10 í íþróttasal Verzló. Það kostar ekkert að taka þátt og allir hjartanlega velkomnir.
Á fimmtudag verður að sjálfsögðu KSF-fundur. Fundurinn verður haldinn á kirkjulofti Dómkirkjunnar í Reykjavík kl. 20:30. Stundvísi er ávallt af hinu góða 🙂 Mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir vera með ræðu og verður ræðuefnið “Trú og sjálfstyrking”. Á fundinum verður tekið samskot sem mun fara í íþróttastarf félagsins. Verið hjartanlega velkomin á KSF fund 🙂
Á fimmtudaginn verður KSF-fundur að venju. Fundurinn verður haldinn á kirkjuloftinu í Dómkirkjunni og hefst klukkan 20:30. Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Seltjarnarneskirkju kemur og talar til okkar. Við hlökkum til að sjá ykkur! 🙂
Á fimmtudagskvöld verður fundur á háalofti Dómkirkjunnar að venju! 😉 Þar munum við heyra orð og bæn, taka þátt í lofgjörð, hlusta á ræðu frá sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskupi í Skálholti og eiga gott samfélag hvert við annað! Ég hlakka til að sjá ykkur! 🙂
Frá KSF fundi kvöldsins. Ekki var um hefðbundinn fund að ræða heldur var horft á myndina The Prince of Egypt. Í boði voru veitingar, þ.a.m. súkkulaðikaka sem Hildur var svo hugguleg að baka fyrir okkur.