Saddir og sáttir KSF-ingar
Í kvöld var ekki haldin hefðbundinn KSF-fundur. Þess í stað var hist í heimahúsi og var borðaður dýrindis eþíópskur matur. 27 KSF-ingar mættu og fóru saddir og sáttir heim.
Í kvöld var ekki haldin hefðbundinn KSF-fundur. Þess í stað var hist í heimahúsi og var borðaður dýrindis eþíópskur matur. 27 KSF-ingar mættu og fóru saddir og sáttir heim.
Á þriðjudag ætlum við að skella okkur í körfubolta. Íþróttirnar eru í íþróttasal Verzló kl. 22:10. Ekkert kostar að taka þátt og eru allir velkomnir. Hafi einhver áhuga á að styrkja íþróttastarfið þá er t.d. hægt að leggja inn á reikning KSF: Reikningsnúmer KSF: 0117-26-70874 Kennitala KSF: 670874-0289 Hlökkum til að sjá ykkur!
Næsta fimmtudag verður ekki hefðbundinn KSF-fundur. Við ætlum að hittast heima hjá Gísla (Þórsgötu 4, 101 Reykjavík) og borða saman eþíópskan mat. Við vorum með svona kvöldverð síðasta vor og tókst það mjög vel. Maturinn var alveg frábær og allir mjög sáttir. Í boði verður injera og wott, kjöt alitcha og grænmetis alitcha. Maturinn verður…
Read more
Á fimmtudaginn kemur, 26.september, verður að sjálfsögðu KSF fundur! 😉 Fundurinn fer fram á háalofti Dómkirkjunnar og hefst klukkan 20:30. Ólafur Jón Magnússon, KSF-ingur og guðfræðinemi, mun koma og segja okkur eitthvað fróðlegt! 🙂 Orð og bæn, lofgjörð, ræða, auglýsingar og samfélag! Við hlökkum til að sjá þig! 🙂
Á þriðjudaginn verður farið í bandý. Hefjum leik kl. 22:10 í íþróttasal Verzlunarskóla Íslands. Sjáumst!