Spilakvöld
Kæru KSF-ingar! Næsta föstudagskvöld kl. 20:30 ætlar stúdentafélagið kristilega að efna til spilakvölds í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a (gula húsinu við hliðina á Iðnó). Allir eru hvattir til að mæta með borðspil/spilastokk með sér en líklega verða nokkur spil í gangi í einu og eitthvað við allra hæfi. Sjáumst!