Blog

Spilakvöld

Kæru KSF-ingar! Næsta föstudagskvöld kl. 20:30 ætlar stúdentafélagið kristilega að efna til spilakvölds í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a (gula húsinu við hliðina á Iðnó). Allir eru hvattir til að mæta með borðspil/spilastokk með sér en líklega verða nokkur spil í gangi í einu og eitthvað við allra hæfi. Sjáumst!


20. September 2013 0

KSF fundur

Fimmtudaginn 19. september verður KSF fundur að vana. Fundurinn fer fram á háalofti Dómkirkjunnar og hefst klukkan 20:30. Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, mun koma og tala um sköpunarsöguna 🙂 Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂


19. September 2013 0

Bandý á þriðjudag

Þá hefjast loksins íþróttir KSF að nýju, nánar tiltekið þriðjudaginn 17. september. Við verðum áfram í íþróttasal Verzlunarskóla Íslands. Við hefjum leik stundvíslega kl. 22:10 og verður farið í bandý að þessu sinni. Hlökkum til að sjá ykkur!


15. September 2013 0

Íþróttastarf KSF hefst á ný!

Íþróttastarf KSF hefst loksins þriðjudaginn 17. september. Líkt og síðasta misseri verða íþróttirnar í sal Verzlunarskóla Íslands. Leigan á íþróttasalnum kostar sitt (6.000 kr. skiptið) og eignir KSF eru ekki þess eðlis að félagið geti greitt leiguna á salnum. Hins vegar er vilji fyrir því að hafa íþróttir bæði misserin. Síðastliðið vor voru þó nokkrir…
Read more


15. September 2013 0

KSF fundur á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 12. september verður KSF fundur að vana. Fundurinn fer fram á háalofti Dómkirkjunnar og hefst klukkan 20:30. Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂


10. September 2013 0