Blog

Fyrsti fundur ársins 2013

Þá er komið að fyrsta KSF fundi ársins 2013. Hann verður að sjálfsögðu í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10.janúar kl. 20:30 að staðartíma. Jón Ómar ætlar að koma og tala til okkar og orð og bæn verður á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂


9. January 2013 0

Starfsemi KSF í fullu fjöri

Jæja, þá hefur KSF loks starfsemi sína á þessu vormisseri. Við ætlum að byrja íþróttastarfið á bandý. Hittumst á þriðjudaginn kl. 21:55 í Valsheimilinu að Hlíðarenda (Gamlasalnum). Sjáumst fersk!


7. January 2013 0

Gleðilega hátíð

Stjórn KSF óskar félagsmönnum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Með þökk fyrir allt gott á liðnum árum! 🙂 Guð blessi ykkur öll! Jólakveðja frá stjórn félagsins, Arna, Gisli, Hildur, Kristbjörg Heiðrún og Sesselja. ~ Bogi Benediktsson tók myndina ~


25. December 2012 0

Síðasti fundur fyrir jól

Á fimmtudaginn, 20. desember, verður síðasti fundur fyrir jól. Þráinn ætlar að koma og tala til okkar og orð og bæn og tónlist verða að sjálfsögðu á sínum stað. Fundurinn verður í Dómkirkjunni kl 20:30. Í tilefni jólanna ætlum við að hafa pakkaleik eftir fund. Við hvetjum fólk því til að mæta með smá pakka,…
Read more


19. December 2012 0

ÞORLÁKSMESSUSTUND

Þorláksmessustundarnefnd KSS og KSF kynnir: ÞORLÁKSMESSUSTUND Hin árlega Þorláksmessustund KSH (KSS og KSF) verður haldin í Friðrikskapellu að Hlíðarenda þann 23. desember kl. 23:30. Stundin er fastur liður í jólahaldi margra og er frábært forskot á kyrrð og helgi jólanna. Stundin er um 30 mínútur og verður með hefðbundnum hætti. Léttar veitingar verða í boði…
Read more


17. December 2012 0